Þrír leikmenn í íslenska 12 manna hópnum sem kynntur var í vikunni fyrir EuroBasket 2015 eru án samnings. Þetta eru þeir Jón Arnór Stefánsson, Haukur Helgi Pálsson og Ægir Þór Steinarsson.

Jón Arnór tilkynnti í sumar á Twitter að hann myndi ekki snúa aftur til Unicaja Malaga í ACB deildinni á Spáni en Jón hefur einnig leitt að því líkur að annað land komi til greina en bara Spánn. 

Haukur Helgi Pálsson var á mála hjá LF Basket í Svíþjóð þar sem fyrrum landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist var við stjórnartaumana en Haukur er nú án samnings. 

Þá var Ægir Þór Steinarsson samningsbundinn Sundsvall Dragons en er nú laus allra mála. Hlynur Bæringsson er því einn eftir í drekabælinu þar sem þeir Jakob Örn Sigurðarson, Ragnar Nathanaelsson og Ægir Þór eru allir farnir frá liðinu. 

Af þeim 12 sem skipa EuroBasket-hópinn eru fimm  leikmenn með samninga erlendis:

Hörður Axel Vilhjálmsson – Triaklla, Grikkland

Jakob Örn Sigurðarson – Boras, Svíþjóð

Axel Kárason – Svendborg Rabbits, Danmörk

Hlynur Bæringsson – Sundsvall, Svíþjóð

Martin Hermannsson – LIU háskólinn, USA (námsmannasamningur)

Aðrir leikmenn liðsins með samning

Pavel Ermolinskij – KR

Ragnar Nathanaelsson – Þór Þorlákshöfn

Helgi Magnússon – KR

Logi Gunnarsson – Njarðvík

Samingslausir leikmenn

Jón Arnór Stefánsson

Ægir Þór Steinarsson

Haukur Helgi Pálsson

Mynd/ skuli@karfan.is – Haukur Helgi Pálsson á Toyota Four Nations Cup í Eistlandi á dögunum.