Icelandic Glacial mótið fór fram í Þorlákshöfn um helgina. Heimamenn í Þór höfðu 96-54 sigur á Hetti í úrslitaleik mótsins og eru því Icelandic Glacial meistarar. Stigahæstir í liði Þórs í úrslitaleiknum voru Vance Hall með 36 stig, Halldór Garðar Hermannsson með 17 stig, Ragnar Örn Bragason með 14 stig.  Hjá Hetti var Hreinn Gunnar Birgisson langatkvæðamestur með 30 stig.

Breiðablik hafði svo sigur á Þór Akureyri í bronsleiknum 89-73. 

Í tilkynningu frá Þór Þorlákshöfn eftir mótið segir:

Spennandi körfuboltavetur er framundan hjá Körfuknattleiksdeild Þórs. Æfingar hefjast 1. september. Allir eru velkomnir að mæta og nýliðar eru hvattir til að prófa nokkrar æfingar í byrjun sér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar á thorkarfa.com eða á Facebook, Þór Þorlákshöfn.

Silfurlið Hattar

Bronslið Blika

4. sæti – Þór Akureyri