Fyrsti leikdagur á Icelandic Glacial mótinu í Þorlákshöfn fór fram í kvöld. Þór Þorlákshöfn hafði stóran og öruggan sigur á Þór Akureyri þegar Benedikt Guðmundsson mætti með nýju lærisveinana sína á gamla heimavöllinn. Þá marði Höttur 12 stiga sigur á Breiðablik.

Þór Þorlákshöfn vann Þór Akureyri 114-80 þar sem Emil Karel Einarsson gerði 25 stig í liði heimamanna en Danero Thomas skoraði 18 stig í liði gestanna og Tryggvi Snær Hlinason bætti við 18. 

Höttur frá Egilsstöðum hafði svo sigur á Breiðablik, 60-72. 

Myndir/ Davíð Þór Guðlaugsson – davidthor.is – Emil Karel Einarsson fór fyrir Þór Þorlákshöfn í kvöld.