Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að í dag leika Þór Þorlákshöfn og Höttur til úrslita í Icelandic Glacial mótinu. Í gær hafði Þór Þorlákshöfn 92-81 sigur á Breiðablik og Höttur vann Þór Akureyri 67-55.

Vance Hall gerði 33 stig fyrir Þór í sigrinum gegn Blikum og Emil Karel Einarsson bætti við 16 stigum en hjá Breiðablik var Breki Gylfason atkvæðamestur með 19 stig. 

Úrslitaleikur Þórs og Hattar hefst kl. 12:00 í dag en viðureign Þórs frá Akureyri og Breiðabliks um 3. sætið hefst kl. 14:00. 

Mynd/ Davíð Þór