Andray Blatche leikmaður Filipeyska landsliðsins kíkti í smá spjall til okkar hér hjá Karfan.is eftir leik Íslands og Filipseyja nú um liðna helgi. Andray hefur átt fínum 9 ára ferli í NBA að fagna en segist í viðtalinu alls ekki hættur þar.  Umtal hefur vissulega átt sér stað hjá mönnum tengdum körfuknattleikshreyfingunni hér á landi að landsliðið vanti "kjöt í teiginn" og þá í kjölfarið verið nefnt að ná sér í mann erlendis frá líkt og Filipseyjingar gerðu með Andray Blatche.  Andray svaraði spurningum um hvort hann teldi fleiri leikmenn vera til í slíkt verkefni.