Svíar sigruðu Ísrael í úrslitaleik liðanna í EM b-deildar U18 karla fyrir skömmu. Leikurinn var mjög jafn allan tímann þar til 9 sekúndur voru eftir og staðan 69-72 fyrir Ísrael.

 

Ísreal hins vegar gaf frá sér sigurinn með klaufalegri villu Roi Huber á John Brändmark í þriggja stiga skoti þegar 8 sekúndur voru eftir. Brändmark setti niður þristinn og svo vítið til að tryggja Svíum sigurinn.