Helgina 15.-16. ágúst verður haldið fyrsta Sumarmót UMSK í körfubolta í Smáranum í Kópavogi en það er fyrir krakka sem eru á drengja/stúlkna – unglingaflokksaldri. 

Hugmyndin er að þetta mót sé eitthvað fyrir krakkana að stefna að sem eru margir hverjir að æfa allt sumarið og eins nokkurs konar kickstart á vetrartímabilinu.

Sigurliðin hljóta viðsnúanlega æfingatreyju frá ERREA merkta SUMARMEISTARAR 2015. Mótið er öllum opið en þátttökugjald er 10 þúsund krónur á lið, skráning er á netfanginu ballirisi@gmail.com og stendur til þriðjudagsins 11. ágúst.