Fyrrum NBA leikmaðurinn Darryl Dawkins lést í gær aðeins 58 ára gamall en banamein hans var hjartaáfall.  Darryl lék megnið af NBA tíma sínum með liði Phildelphia 76ers og svo New Jersey Nets.  Darryl fékk viðurnefnið "Chocolate Thunder" frá ekki ómerkari manni en sjálfum Stevie Wonder. Hann var þekktur fyrir sínar þrumu troðslur og ef hringurinn brotnaði ekki af þá eru körfurnar nánast enn að nötra eftir kappann.  Dawkins á það vafasama met í NBA deildinni af hafa brotið af sér oftast á einu tímabili (386 villur) 

 

Sjáum hér nokkrar svakalegar frá kappanum.