FIBA Europe hafa nú gefið út í annað skiptið styrkleikastiga fyrir þau lið sem eru á lokakeppni Eurobasket 2015.  Í síðustu viku voru Íslendingar í síðasta sæti einfaldlega af því að liðið hafði ekki leikið neina leiki á undirbúningstímabilinu.  Tveir leikir gegn Hollendingum í síðustu viku hafa hinsvegar gert það að verkum að liðið klifraði upp fyrir þá Hollendinga sem hafa nú tapað 6 af síðust 7 leikjum sínum. 

 

Sem fyrr eru Spánverjar á toppnum en Frakkar klifruðu sig upp í annað sætið á kostnað Serba sem þeir einmitt sigruðu nokkuð sannfærandi í æfingaleik í síðustu viku og fylgdu því svo eftir með sterkum sigri á liði Rússa. 

 

Sjá listann