Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun fylgjast með íslenska landsliðinu á EuroBasket í Berlín á næstunni. Vegna veru hans í Þýskalandi hefur stefnuræðu hans í kjölfar þingsetningar þann 8. september næstkomandi verið flýtt vegna leikjadagskrár Íslands.

Í frétt Morgunblaðsins í dag segir:

Hefðbundið er að for­sæt­is­ráðherra flytji ræðuna dag­inn eft­ir, en í ár verður hún flutt að kvöldi þriðju­dags. Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, seg­ir ástæðuna vera út­send­ing­ar Rík­is­út­varps­ins frá mót­inu.

„Að þessu sinni verður þingið sett klukk­an hálfell­efu um morg­un­inn sem er svo­lítið óvenju­legt. Stefnuræða for­sæt­is­ráðherra verður að kvöldi þing­setn­ing­ar­dags­ins, sem er líka óvenju­legt. Það lá fyr­ir ósk frá Rík­is­út­varp­inu um það að við færðum þess­ar tíma­setn­ing­ar aðeins til. Til að koma til móts við það hliðraði þingið til,“ seg­ir hann í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Mynd/ nonni@karfan.is – Sigmundur Davíð og Hannes í DHL-Höllinni í Vesturbænum þegar 12 manna hópur Íslands fyrir EuroBasket var kynntur til leiks.