Eftir um klukkustund hefst annar leikur okkar manna á Toyota Cup hér í Eistlandi.  Við verðum með grófa textalýsingu á Facebook frá leiknum ásamt því að SnapChatið okkar verður og svo hlöðum við inn myndum þegar færi gefast.  Sum sé lítið sem ekkert að gera hjá undirrituðum hérna ytra.  Piltarnir eru allir ferskir þrátt fyrir tapið í gær og ætla sér sigur gegn Hollendingum. 

Arnar Guðjónsson úr þjálfarateymi liðsins sagði í snörðu samtali að í dag gegn Hollendingum yrði mannskapnum rúllað vel og reynt eftir mesta megni að sem flestir fái góðar mínútur.  

Af þeim Hollendingum er að frétta að þeir hafa spilað fjóra leiki síðan þeir mættu íslensku piltunum í Laugardalshöll. Þeir sigruðu í gær liði Filipseyja hér í Eistlandi en áður höfðu þeir leikið gegn Bretum , Portúgal og háskólaliði Illinois. Allir þessi leikir fóru fram í Hollandi og í samtali við Henk Norel þeirra sterkasta leikmann sagði hann að bæði Bretar og Portúgalir hafi sent sín B-lið en gott hafi verið að fá leikina og troðfullt hafi verið í Amsterdam Arena á leikjunum heima fyrir. 

 

Leikurinn hefst kl 14:30