Borgnesingar halda áfram að styrkja sig í 1. deild kvenna því Sólrún Sæmundsdóttir og Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir hafa báðar samið við Skallagrím. Báðar koma þær Sólrún og Þórkatla úr KR svo enn kvarnast úr hópi röndóttra eftir ákvörðun þeirra um að selflytja liðið niður í 1. deild úr Domino´s deildinni.

Spánverjinn Manuel Rodriguez er mættur og hefur þegar hafið störf í Fjósinu í Borgarnesi en fyrr í sumar bættust þær Kristrún Sigurjónsdóttir og heimamærin Guðrún Ámundadóttir við leikmannalista Borgnesinga og ljóst að Skallagrímskonur verða illar viðureignar í 1. deildinni á komandi tímabili. 

Mynd/ Sólrún t.v. og Þórkatla t.h.