Við hefjum daginn á því að óska tveimur af "strákunum okkar" til lukku með fæðingardag sinn. Þeir Ragnar Nathanaelson og Helgi Már Magnússon deila þessum degi saman í rómantísku smáþorpi í Póllandi með 10 öðrum karlmönnum. Til lukku drengir! Í tilefni dagsins hefjum við leik á "Sögustund með Ragnari NAT" Í þættinum "Körfuboltalandsliðið" á RÚV sagði Ragnar frá því að hann ætti nú þó nokkrar sögur í erminni og báðum við kappann um að deila nokkrum með okkur. Hér kemur sú fyrsta sem kallast "Slappin da bass"