Íslendingar sigruðu í síðasta leik sínum í Toyota Cup hér í Eistlandi nú rétt í þessu þegar þeir höfðu 86:76 sigur gegn Filipseyjum.  5 stig skildu liðin tvö í hálfleik, 43:38.  

 

Leikurinn hófst með tveimur stigum frá Filipseyjingum en okkar piltar voru fljótir að svara því.  Íslensku piltarnir voru ekki í vandræðum með að finna leiðina að körfunni og skoruðu grimmt. Hinsvegar virtust þeir vera að detta á ansi lágt plan hinumegin á vellinum.  Staðan 22:16 eftir fyrsta leikhluta. 

 

Sama var uppá teningnum í öðrum leikhluta. NBA leikmaður þeirra Filipseyja, Andray Blatche var ekki að gera mikið fyrir þá enda langt frá því að vera í topp formi en þessir leikmenn eru duglegir þrátt fyrir að uppá vanti topp körfuknattleikshæfileika.  Algert vanmat og kæruleysi varð til þess að Filipseyjar voru aðeins 5 stigum undir í hálfleik, 43:38. 

Maður hefði haldið að þrumuræða þjálfarateymis í hálfleik hefðu haft góð áhrif á liðið en þvert á móti komu andstæðingarnir sterkir inn og náðu loksins forystu í stöðunni 45:47.  Þeir höfðu hert á varnarleik sínum til muna og nú virtust okkar piltar í stökustu vandræðum með að skora.  Leikurinn hélst jafn allt þangað til í fjórða leikhluta að loksins okkar menn fóru að spila sóknarleik sinn eins og þeir höfðu byrjað leikinn og meiri kraftur var loksins komin í varnarleikinn.  Fljótlega var staðan orðin þannig að okkar menn leiddu með 10 stigum.  Íslendingar héldu þessu út og sigruðu að lokum leikinn.  

Í þessum leik kom berlega í ljós veikleiki hjá liðinu. Þeir duttu niður á það að vanmeta andstæðinga sína áttu á tímum í mesta basli með að hemja Filipseyjinga sem jú voru leiddir af tröllinu Andray Blatche sem endaði leik með 22 stig.  Væntanlega þarf ekki að hafa áhyggjur af því að liðið mæti með vanmat í huga í Berlín en þrátt fyrir það eitthvað sem liðið getur ekki leyft sér að sýna.  Að því sögðu má ekki gleyma að þetta var jú þriðji leikurinn á jafn mörgum dögum og eitthvað byrjað að taka á skrokk leikmanna. Eitthvað sem þeir þurfa svo sannarlega að venjast og það mjög fljótt.

Liðið endar því að öllum líkindum í öðru sæti mótsins en leikur Eista og Hollendinga er eftir en hann er núna rétt á eftir þessum. 

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtöl eftir leik koma inn seinna í kvöld.