Serbar og Þjóðverar koma til með að vera án sterkar leikmanna á komandi Evrópumóti í Berlín þegar þeir mæta til leiks í September. Miðherjinn Boban Marjanovice mun ekki koma til með að spila með Serbum en Boban samdi nýverið við lið SA Spurs í NBA deildinni og hafa forráðamenn þar á bæ bannað honum að spila sökum þess að þeir eru hræddir við að hann meiðist á mótinu.  Boban Marjanovic er 27 ára gamall og hefur ásamt því að spila í heimalandi sínu hjá liðum í Litháen og Rússlandi. 

 

Þjóðverjar koma til með að sakna tveggja sterkra framherja því þeir Daniel Theis og Elias Harris eru báðir meiddir. Theis hefur verið meiddur á öxl og gekkst nýverið undir hnífinn við þeim eymslum en Elias Harris hefur verið í vandræðum með fingurmeiðsli.  Þrátt fyrir að Dirk Nowitski komi til með að spila með þeim Þjóðverjum verða þeir langt frá því að tefla fram sínu sterkasta liði því einnig hafa þeir Per Gunther og Maxi Kleber verið í meiðslum. 

 

Mynd/wikipedia: Daniel Theis í leik með Þýska landsliðinu