Reynir Sandgerði leikur í 1. deild karla á komandi tímabili en á dögunum gerðu KKD Reynis og Nesfiskur með sér nýjan samstarfs- og styrktarsamning sem verður þess valdandi að heimavöllur þeirra Sandgerðinga mun nú ganga undir nafninu Nesfiskshöllin.

Samningur Reynis og Nesfisks er til fjögurra ára en undanfarið hefur verið umtalsvert um dýrðir í Sandgerði því Reynir fagnaði um síðustu helgi 80 ára afmæli félagsins. Leikmenn meistaraflokks félagsins tóku svo einnig þátt í því að setja upp nýjan og glæsilegan SportCourt-völl við íþróttahúsið í Sandgerði. 

Frétt Reynismanna um málið 

Mynd/ Sveinn Hans Gíslason formaður KKD Reynis t.v. og Bergur Eggertsson frá Nesfisk.