Slæmar fréttir hafa borist úr herbúðum íslenska karlalandsliðsins í körfubolta en Pavel Ermolinskij glímir við meiðsli í nára ef marka má frétt frá RÚV.is . RÚV.is greinir frá.

Frétt frá RÚV.is: 

Pavel fann fyrir meiðslunum í síðasta leiknum á æfingamótinu í Eistlandi gegn Filipseyjum og eftir skoðun hjá læknateymi í gærkvöld var ákveðið að hann færi ekki með landsliðinu til Póllands í síðustu æfingaferðina fyrir Evrópumótið sem hefst í Berlín 5. september. 

Tvísýnt er um þátttöku Pavels á EM og ef hann getur ekki verið með þar er ljóst að það væri áfall fyrir íslenska liðið. Forsvarsmenn landsliðsins halda þó í vonina um að Pavel nái sér fyrir fyrsta leik gegn gestgjöfum Þýskalands þegar íslenskt körfuboltalandslið keppir í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts. 

Pavel er 202 sentimetrar á hæð og er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður á vellinum. Eftir að mótið hefst má ekki kalla inn varamann í 12-manna lokahópinn sem verður tilkynntur fljótlega. 

Frétt: RÚV.is

Mynd/ skuli@karfan.is – Pavel með íslenska landsliðinu gegn Hollendingum á æfingamótinu í Eistlandi.