Í dag munu drengirnir í landsliðinu ferðast frá Póllandi og enda á þeim stað þar sem slagsmálin munu hefjast eftir 5 daga.  Klukkustunda rútuferð til Gdansk og svo klukkutíma flug til Berlínar og svo smá spölur á hótelið þar sem drengirnir fá að hvíla sig það sem eftir lifir dags. Það er því engin körfuknattleikur hjá drengjunum í dag. 

 

Finnur Freyr Stefánsson aðstoðarþjálfari sagði í snörpu samtali að góður andi svifi fyrir hópnum eftir pólska æfingamótið og stefnd væri að því að æfa vel í vikunni og nýta tímann vel þangað til að keppni hefst á laugardag gegn gestgjöfum Þjóðverja.