Mikið hefur verið og er að fara gerast hjá landsliði okkar íslendinga þetta árið. Fyrst voru það Smáþjóðaleikarnir, sem voru hér heima í byrjun júní. Þar sem að liðið náði öðru sæti. Næst er það hinsvegar lokamót Eurobasket í Berlín nú í september. Við það tilefni fannst okkur kjörið að hafa uppi á nokkrum fyrrum landsliðsmönnum Íslands og fá að spyrja þá að nokkrum spurningum.

 

Næstur er næstlandsleikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi, Valur Ingimundarson, en hann spilaði 164 leiki frá árinu 1980 til ársins 1995.

Nafn: Valur Snjólfur Ingimundarson.

 

Ferill: 1979-2004

 

Félagslið / tímabil:
Njarðvík 1979-1988 og 1993-1995,Tindastóll 1988-1993 og 1998-2000.Skallagrímur 2002-2004. Bk Odense 1995-1998.

 

Landsliðsferill: 
1980-1995. 164 landsleikir.

 

Hvernig var tilfinningin að vera valinn í landslið fyrst?

Það var æðislegt að vera valinn, mjög óvænt að mér fannst.

 

Hvernig var fyrsti leikur þinn fyrir Ísland?

Skemmtilegur leikur á móti Kína sem vannst með tveimur stigum og ég skoraði tvö stig.

 

Var móðir þín viðstödd viðureignina?

Að sjálfsögðu, enda spilað í Njarðvík.

 

Hver var eftirminnilegasti leikurinn sem þú lékst fyrir Ísland?

Ætli það sé ekki fyrsti og kannski eini sigurleikurinn á móti Svíum(man það ekki). Spilaði vel sem og allt liðið.

 

Hver var sá besti leikmaður sem þú spilaðir með fyrir landsliðið og afhverju?

Steig mín fyrstu spor með landsliðinu þegar Pétur Guðmndsson var þar að spila sig inn í NBA deildina, say no more.

 

Hversu ánægður varðst þú við það að fylgjast með landsliðinu tryggja sér sæti á sínu fyrstu lokum stórmóts?

Þetta var einfaldlega bara kærkomið.

 

Afhverju heldur þú að það hafi loksins tekist fyrir liðið að tryggja sér seðilinn á lokamót?

Góðir leikmenn og heilladísirnar voru með okkur á svo margan hátt.

 

Hvernig heldur þú að Íslandi eigi eftir að vegna í þessum sterka riðli sem þeir í drógust?

Að vera bjartsýnn á gott gengi er ekki endilega að vera bjartsýnn á marga sigra. Það er ekki raunhæft. Það getur margt jákvætt komið út úr þessari keppni fyrir Íslenskan körfuknattleik ef menn ætla sér, sem ég efast ekki um að menn geri.

 

Ef þú fengir að senda einn fyrrum leikmann Íslands með liðinu á Evrópumótið, hver væri það þá og hvernig myndi hann hjálpa liðinu?

Pétur Guðmunds í teiginn.

 

Hvert telur þú vera, fengir þú að velja lið allra tíma, byrjunarliðs uppstilling íslenska landsliðsins?

Jón Arnór Stefánsson, Teitur Örlygsson, Valur Ingimundarson, Hlynur Bæringsson og Pétur Guðmundsson.  VÓÓÓ…

 

Heldur þú, að þú sjálfur sem leikmaður, upp á þitt besta, værir á leiðmeð íslenska liðinu til Berlín næsta vor?

Nokkuð viss um það.

 

Hver væri þín helsta samkeppni og myndir þú taka hann/þá?

Það er alveg pláss fyrir skorara í þessu liði, þó að margir þarna geti líka skorað.

 

Hvaða ungi leikmaður, sem ekki hefur spilað áður fyrir landsliðið, myndir þú veðja á að ætti eftir að spila yfir 50 landsleiki í framtíðinni?

Sá sem vill það mest.

 

Hverja telur þú tvo mikilvægustu leikmenn íslenska liðsins í dag og afhverju? 

Jón Arnór og Hlynur, þeir leiða þetta lið á báðum endum vallarins. Mikil reynsla og stórt hjarta, en það eru margir leikmenn sem hafa burði til að hjálpa til við það.

 

Á að bregða landi undir fót og fylgja liðinu til Berlín næsta haust?

Ekki ólíklegt.

 

 

Fyrri viðmælendur:Pétur GuðmundssonGuðjón SkúlasonGuðmundur Bragason

                      Hermann Hauksson

                      Tómas Holton