Pavel Ermolinski segir að fréttir þess efnis að EM sé í hættu hjá sér séu stórlega ýktar og að dramatík fjölmiðla sé aðeins of mikil.  Þetta kemur fram í samtali Pavel við Henry Birgi hjá Vísir.is  en RÚV.is birti frétt þess efnis að Pavel væri meiddur á nára og að lokakeppnin í Berlín væri jafnvel í hættu hjá honum. 

„Ég veit ekki hver byrjaði á þessari dramatík. Fjölmiðlarnir fóru af stað í einhverja ævintýramennsku. Þetta er bara kjaftæði, Ég fór aðeins í náranum á mótinu í Eistlandi. Ég fer pottþétt með liðinu til Póllands." sagði Pavel í samtali við Vísir.is

 

„Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum. Þetta er bara smávægileg tognun en á leiðinlegum stað. Þetta er ekkert hræðilegt. Það verður að koma í ljós er nær dregur helgi hvað ég get gert."