Viðureign Íslands og Líbanons hefst eftir nokkrar mínútur á æfingamótinu í Póllandi. Pavel Ermolinskij hvíldi í íslenska liðinu í gær og mun hvíla í leiknum aftur í dag. 

Ísland telfdi því fram 11 leikmönnum gegn Pólverjum í gærkvöldi en lokatölur leiksins voru 80-65. Pavel varð fyrir nárameiðslum á æfingamótinu í Eistlandi á dögunum gegn Filippseyjum og hvílir vegna þessa.