Tindastóll hefur gert samkomulag við Pálma Geir Jónsson um að hann leiki með félaginu næstu 3 árin. Lýsir stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls yfir mikilli ánægju með að Pálmi Geir sé kominn aftur í raðir Tindastóls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tindastólsmönnum. 

Pálmi Geir lék 10 leiki með liði Breiðabliks á síðasta tímabili og var að spila um 30.0 min að meðatali í þeim leikjum. Eftir áramótin skifti Pálmi Geir yfir í úrvaldsdeildarlið ÍR og lék þar 8 leiki og var að skila um 18.0 min þar í leik.  

Óhætt er að segja að lið Tindastóls sé að verða ansi óárennilegt og til alls líklegt á komandi tímabili.                                                                                                                
Mynd/ Pálmi Geir t.v. og Stefán Jónsson formaður KKD Tindastóls t.h.