Drengirnir í íslenska landsliðinu voru nú rétt í þessu að ljúka leik gegn gestgjöfum Póllandi í æfingamóti þarlendis.  Svo fór að heimamenn sigruðu 80:65 eftir að aðeins 1 stig skildu liðin í hálfleik, 36:35.  Tapið segjum við vera óþarflega stórt þar sem að þegar um 7 mínútur voru til loka leiks var aðeins 5 stiga munur, 60:55. Þá skoruðu Pólverjar 13 stig í röð og þann mun náðu okkar menn aldrei að brúa.  

 

Atkvæðamestir þetta kvöldið voru þeir Logi Gunnarsson með 19 stig og Jón Arnór Stefánsson með 12 stig.  Hlynur Bæringsson skilaði svo fínni línu í 10 stigum, 12 fráköstum og 6 stoðsendingum en hann glímdi við NBA tröll þeirra Pólverja, Marcin Gortat sem skoraði 17 stig í leiknum. 

Á morgun mætast svo Ísland og Líbanon kl. 15:30 að íslenskum tíma en Líbanon fékk kennslustund í dag gegn Belgíu 53-88. 

Tölfræði leiksins

Mynd/KKÍ.is:  Craig les drengjunum pistilinn í leikhléi í kvöld.