Lele Hardy ein allra sterkasti erlendi leikmaður sem hingað hefur komið mun koma til með að spila í Finnlandi næstu leiktíð. Þetta staðfesti hún í samtali við Karfan.is "Liðið heitir Vive og spilar í efstu deild í Finnlandi.  Þær enduðu í 7. sæti á síðustu leiktíð." sagði Lele í samtali. 

 

Lele hefur spilað síðustu 4 tímabil á Íslandi og varð meðal annars Íslands- og bikarmeistari með liði Njarðvíkur á sínu fyrsta ári og svo bikarmeistari með liði Hauka.  Lið Vive er í smábænum Vimpelin sem er norður af höfuðborginni Helsinki.