Eftir að hafa þénað milljónir ofaná milljónir eru margir leikmenn sem koma ansi illa út eftir að ferlinum líkur. Leikmenn á borð við Latrell Spreewell , Antoine Walker og meira segja sjálfur Allen Iverson hafa allir farið illa út úr sínum fjármálum og á ýmsa vegu.  Einn leikmaður stendur uppúr þegar kemur að því að afla fjár og það er sjálfur kóngurinn Michael Jordan. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en áratug er kappinn metinn á eina billjón dollara!

 

Og nú herma fréttir að Jordan þurfi jafnvel ekkert að hafa fyrir því að þéna einhverjar milljónir dollara.  Erfiðis verk hans eru í mesta lagi að kvitta undir samning og peningarnir hrúgast inná reikning hjá kappanum.  Nýjasta dæmi þess er að fyrirtækið XE1 borgaði Jordan 10 milljónir dollara bara fyrir að setja nafn hans á vörur sínar. 

 

Þetta kom fram í réttarhöldum sem Jordan höfðar nú gegn Dominick´s Finer Foods sem alveg "óvart" hentu nafni kappans í auglýsingu á T-bein steik án þess að hafa til þess leyfi.  Slíkt segir lögfræðingur Jordan einmitt vera um 10 milljón dollara virði.