Karl Ágúst Hannibalsson verður yfirþjálfari yngriflokkastarfs Körfuknattleiksfélags FSU næsta árið. Á meðfylgjandi mynd handsala þeir Karl Ágúst og Gylfi Þorkelsson, formaður félagsins, samkomulag þess efnis. Í samkomulaginu felst að Kalli hefur yfirumsjón með allri yngriflokkaþjálfun hjá félaginu og mun einnig starfa „á gólfinu“ með krökkunum, þar sem hæfileikar hans njóta sín hvað best. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FSu.

Það er mikil fagnaðarefni fyrir félagið og samfélagið hér að fá áfram að njóta krafta þessa frábæra þjálfara. Undir hans stjórn hefur yngriflokkastarf FSU blómstrað á ný og iðkendum fjölgað jafn og þétt. Ráðning Karls er mikilvægur liður í framtíðaruppbyggingu félagsins, þann stöðugleika og gæðaviðmið sem það hefur að leiðarljósi.