ÍR-ingar hafa gengið frá samkomulagi við Bandaríkjamanninn Jonathan Mitchell um að spila með félaginu á næstkomandi leiktíð. 

 

Mitchell er rétt rúmlega 2 metrar á hæð og lék seinni hluta síðustu leiktíðar með Fjölni í Grafarvogi. Hann lauk leiktíðinni næststigahæstur í deildinni með 26,7 stig að meðaltali í leik að viðbættum 10,7 fráköstum. Mitchell var einnig þriðji í framlagi í deildinni með 30,2 að meðaltali í leik.