Ef marka má fréttir frá miðlum á Spáni eru lið þar að slást um undirskrift Jóns Arnórs Stefánssonar,enda ferilskrá hans ansi myndarleg og drekkhlaðin reynslu.  Nýjasta fréttin greinir frá því að lið Sevilla á Spáni séu mögulega á eftir Jóni þar sem þeir leita sér af leikmanni hans líkum.  Í gær greindu svo miðlar frá því að lið Estudiantes væru aðeins klukkutímum frá því að skrifa undir við Jón en augljóslega hefur lítið orðið úr því. 

 

Fyrr í mánuðinum höfðu svo lið CAI Zaragoza og Murcia verið bæði nefnd sem mögulegir næstu áfangastaðir Jóns Arnórs.  Hvað svo sem verður og ef eitthvað er að marka þessar fréttir þá mun Jón Arnór hafa úr nægu að moða hvað samninga fyrir næsta tímabil varðar. 

 

Frétt frá ACB í dag