"Það er vissulega mikill áhugi frá Spáni og nokkur lið búin að hafa samband og komið tilboð frá einu liði. Ég þarf að vega og meta hvað er best fyrir fjölskylduna og mig. Persónulega myndi ég vilja vera áfram hjá Malaga en það er ekkert gefið. Þeir eru að reyna að ákveða sig.  Þjálfarinn vill ólmur fá mig en klúbburinn er með einhverjar aðrar pælingar og eins og staðan er í dag þá lítur út fyrir að ég verði ekki þar áfram." sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Karfan.is ynntur eftir því hvernig gengi með samningamál. 

 

"Ég er ferlega rólegur yfir þessu í sjálfum sér og er alls ekki að stressa mig. Hugurinn er auðvitað á öðru verkefni núna þessa stundina og verður það næstu vikurnar." bætti Jón Arnór við. 

Á miðlum á Spáni hafa lið Murcia og Estudiantes verið rædd sem möguleg lið sem vilja Jón og svo hans gamla lið, CAI Zaragoza.  "´Það gæti svo vel verið að ég endi ekkert á Spáni það yrði alls ekkert svo slæmt að fara til annars lands."