Síðar í dag eða kl. 17:00 mætast Ísland og Eistland í opnunarleik Toyota Four Nations Cup í Eistlandi. Fjórtán leikmenn fóru út með íslenska liðinu og hvíla tveir þeirra í dag en þeir eru Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jón Arnór Stefánsson.
Í tilkynningu frá KKÍ í dag segir að Jón hvíli vegna smávægilegra eymsla og ákveðið hafi verið að taka ekki neina áhættu í þeim efnum.
Hópur Íslands gegn Eistum í dag
# Nafn Leikstaða F.ár Hæð Félagslið (Land) · Landsleikir
3 Martin Hermannsson Bakvörður 1994 193 cm LIU University (USA) · 24
4 Axel Kárason Framherji 1983 192 cm Svendborg Rabbits (DEN) · 38
5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson Miðherji 1991 218 cm Þór Þórlakshofn (ISL)· 24
6 Jakob Örn Sigurðarson Bakvörður 1982 190 cm Boras Basket (SWE) · 72
8 Hlynur Bæringsson Miðherji 1982 200 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 84
10 Helgi Már Magnússon Framherji 1982 197 cm KR (ISL) · 84
13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 1988 194 cm Trikala BC (GRE) · 37
14 Logi Gunnarsson Skotbakvörður 1981 192 cm Njarðvík (ISL) · 110
15 Pavel Ermolinskij Bakvörður 1987 202 cm KR (ISL) · 46
24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 1992 198 cm LF Basket (SWE) · 31
29 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 1991 182 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 21
88 Brynjar Þór Björnsson Skotbakvörður 1988 192 cm KR (ISL) · 41
Lifandi tölfræði frá leiknum verður á http://www.basket.ee