Jón Arnór Stefánsson hvíldi í kvöld í leiknum gegn Eistlandi en í vikunni bólgnaði hnéið á honum og virtist einhver vökvi hafa myndast. Jón kvað hinsvegar að þetta lítur mjög vel út í dag og sé verkjalaus. Jón hitaði upp með liðinu og á von á því að spila í það minnsta einn leik í mótinu í Eistlandi en liðið á eftir leiki gegn Hollendingum og svo Filipseyjum.