Jón Arnór Stefánsson mun ekki koma til með að spila með Íslendingum nú í leiknum á eftir gegn Filipseyjum en hér í höllinni hefur hann verið að hita upp fyrir leik og lítur út fyrir að vera í fínu formi en í samtali sagði hann að skynsamlegt væri að taka engar áhættur þrátt fyrir að hann teldi sig tilbúin til leiks.  Ákveðið hafði verið að Jón yrði með í dag en það var svo ákveðið í samráði við þjálfarateymið að skynsamlegt væri að klára það að hvíla hnéið fram að leikjunum í Póllandi.

 Mynd: Jón Arnór löðursveittur eftir að hafa hitað upp með liðinu nú rétt í þessu