Þeir Jason Dourisseau og Sean Cunningham eru mættir í Þorlákshöfn með liði Hollendinga en þessir leikmenn léku hér á landi fyrir nokkrum árum. Jason var meistari með liði KR tímabilið 2008-2009.  Sean Cunningham var svo hjá Tindastól tímabilið 2010-2011.  Hjá Hollendingum er einnig fyrrum liðsfélagi Jón Arnórs Stefánssonar á þeim tímum sem hann var hjá CAI Zaragoza en þar er á ferðinni einn þeirra allra sterkasti leikmaður, Henk Norel. 

 

Mynd: Jason Doursseau hitar upp í Þorlákshöfn.