Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er það sönn ánægja að tilkynna að þær Lilja Ósk Sigmarsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir hafa skrifað undir 2 ára samninga við félagið. Lilja spilaði með okkur á seinasti tímabili en Ingunn hefur alla tíð spilað með Keflavík. Grindavik.net greinir frá.

 

Í frétt Grindavík.net segir einnig:

Við erum gríðarlega ánægð með að hafa náð samningum við þær og búumst við miklu frá þeim næstu árin. Pétur Guðmundsson skrifaði einnig undir 2 ára samning um að aðstoða Daníel með meistaraflokk kvenna.