Ingi Þór Steinþórsson er aðalþjálfari U16 liðsins sem kláraði keppni í Búlgaríu í dag. Liðið stóð sig með prýði og endaði mót í 18. sæti eftir að hafa tapað síðasta leiknum gegn Rúmenum. "Við fórum inní mótið með raunhæf markmið og vissum fyrir fram eins og raunin varð að við værum í mjög sterkum riðli. Að hafa átt tækifæri á að sigra Úkraínu og komast í 9-16 var fyrsta markmiðið en þeir voru of stórir fyrir okkur og þeir léku vel. Við fórum inní milliriðil með það að markmiði að vinna hann, við unnum þrjá leiki í röð og vorum að spila mjög vel." sagði Ingi Þór í samtali við Karfan.is nú í dag frá Búlgaríu.

 

En er Ingi ánægður með árangur liðsins í mótinu?

"Við mættum Rúmenum í leik um 17.sætið en við áttum ekki nægjanlega orku í seinni hálfleik til að sigra og töpuðum. 18. Sætið raunin og við erum sáttir við spilamennsku strákanna sem bættu sig allt mótið og voru til fyrirmyndar. Hæðin er okkar vandamál og það tekur mikla orku að spila við stærri leikmenn en það er íslenska vandamálið. Hákon Örn var að spila gríðarlega vel og var í hópi stigahæstu manna, var stigahæstur fyrir leikinn í dag. Viðar Hafsteins og ég erum sáttir við ferðina í heild með Kidda E. Möller fararstjóra í toppformi og Haukur Már Sveinsson sjúkraþjálfari með sitt á hreinu. Það sem skipti okkur mestu máli er að gefast aldrei upp og einbeita sér að verða betri í dag en í gær." sagði Ingi svo að lokum. 

Tilþrif gegn Lúxemborg 
 

Tilþrif úr Íraleiknum