Iðnaðatroð er komið aftur úr sumardvala og tilefnið ekki leiðinlegt, Eurobasket 2015 er handan við hornið og Íslenska landsliðið klárt fyrir mótið.  Magnús Björgvin Guðmundsson og Gísli Ólafsson settust því niður og ræddu landsliðshópinn, næstu verkefni liðsins og mótherjana á Evrópumótinu.  

Spjallið einkennist af algjörri fávisku þáttarstjórnenda af evrópskum körfubolta og því sem koma skal og það skal þvi tekið fram að allar fullyrðingar, vangaveltur eða hugmyndir sem koma fram í þættinum að þessu sinni eru að öllu leiti óstaðfestar og mögulega algjört bull.  Við látum það þó ekki stoppa okkur og bíðum núna spenntir eftir að fá að halda vitleysunni áfram frá Berlin með bradwurst í annari og bjór í hinni

Hægt er að hlusta á þáttinn hérna: