Í dag hefst Icelandic Glacial mótið í Þorlákshöfn. Það eru heimamenn í Þór Þorlákshöfn sem hefja leik gegn nöfnum sínum frá Þór Akureyri þegar Benedikt Guðmundsson snýr aftur í Þorlákshöfn og nú með annað sett af Þórsurum. 

Dagskrá helgarinnar í Þorlákshöfn

Föstudagur 28. ágúst:
18:15: Þór Þorlákshöfn – Þór Akureyri
20:15: Breiðablik – Höttur

Laugardagur 29. ágúst:
14:00: Breiðablik – Þór Þorlákshöfn
16:00: Höttur – Þór Akureyri

Sunnudagur 30. ágúst:
12:00: Þór Þorlákshöfn – Höttur
14:00: Þór Akureyri – Breiðablik