Hugrún Eva Valdimarsdóttir sem gekk til liðs við Snæfell frá Fjölni árið 2013 og hefur leikið síðustu tvö tímabil með félaginu hefur framlengt samning sinn um eitt ár. Hugrún leikur stöðu miðherja og hefur verið að bæta leik sinn hjá Snæfell.

Hugrún Eva hefur orðið Íslandsmeistari bæði árin með Snæfell og mun mikið mæða á henni í teignum í vetur og spennandi að sjá hvernig hún mun leika í vetur.

Hugrún mun æfa með Breiðablik í Reykjavík í vetur en spila með Snæfell en hún hefur verið í því fyrirkomulagi bæði árin sín með Snæfell, fyrst Fjölni og svo Stjörnunni í fyrra.