Karfan TV ræddi við Hlyn Bæringsson landsliðsfyrirliða á blaðamannafundi KKÍ í DHL-Höllinni í dag. Gríðarlegt álag er framundan hjá íslenska landsliðinu, æfingamót í Póllandi og svo EuroBasket þar sem verða fimm leikir á sex dögum í B-riðli í Berlín. Hlynur þrátt fyrir alla sína reynslu hefur aldrei gert neitt í líkingu við þetta.