Helga Einarsdóttir hefur gefið það út á Facebook síðu sinni að hún komi ekki til emð að spila með KR á næsta tímabili. Helga hefur verið ein af sterkari leikmönnum KR síðustu árin og í 25 leikjum á síðasta tímabili hrifsaði hún til sín tæp 10 fráköst og leik og skoraði 5 stig.  "Í hreinskilni sagt að þá er ég ekki komin svo langt. Annað hvort tek ég mér pásu eða fer í annað lið. Ég ætlaði mér alltaf að vera í KR en það er komin tími á breytingar. Skoða þetta á næstu dögum" sagði Helga í snörpu viðtali við Karfan.is að spurð um hvað tæki við.

 

Augljóslega er þetta skarð fyrir skildi hjá þeim KR stúlkum en nokkuð ljóst að um er að ræða góða viðbót fyrir annað lið ákveði hún að spila áfram.