Nú rétt í þessu var dregið um hvort það yrðu Kínverjar eða Filipseyjingar sem myndu koma til með að halda heimsmeistaramótið árið 2019. Úr varð að það munu verða Kínverjar sem halda heimsmeistaramótið 2019. Forkeppnin hefst í ágúst 2017 en 12 lið frá Evrópu munu keppast um að komast á mótið og þar á meðal Íslendingar að sjálfsögðu. 7 efstu liðin á mótinu fara svo beint á Ólympíuleikana í japan 2020.