Bosníumenn urðu á dögunum Evrópumeistarar U16 ára landsliða eftir frækinn 85-83 sigur gegn Litháen í úrslitaleik mótsins. Mótið fór fram á heimavelli Litháa sem þóttu líklegir til afreka fyrir mót. Þeim í Bosníu leiddist víst ekki sigurinn og tóku svakalega á móti 16 ára liðinu sínu.

Dzanan Musa var rosalegur í úrslitaleik mótsins en þessi 204 sm. hái skotbakvörður skoraði 33 stig í úrslitaleiknum, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. 

Hér er myndband frá móttökunum sem strákarnir fengu í Bosníu eftir sigurinn á Litháen

Hér má svo sjá úrslitaleikinn í heild sinni