RÚV mun í kvöld frumsýna fyrsta þáttinn af fimm sem koma til með að fjalla um landsliðið í körfuknattleik og árangur þess síðastliðið ár. Tilefnið kemur líkast til fæstum á óvart en í byrjun september munu körfuboltaheimili landsins flest vera tóm því landinn er á leið til Berlínar.  Það eru þeir Hilmar Björnsson og Vilhjálmur Siggeirsson sem sjá um dagskrágerðina. 

 

"Þetta er heimildarþáttaröð um íslenska körfuboltalandsliðið. Í þáttunum er skyggnst bak við tjöldin hjá landsliðinu, leikmenn, þjálfarar og sérfræðingar teknir tali og fylgst með undirbúningi liðsins. Framundan er stærsta stund í körfuboltasögu Íslands þegar karlalandsliðið tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í fyrsta skipti. Í þætti kvöldsins er forkeppnin rifjuð upp." sagði Hilmar Björnsson í samtali við Karfan.is nú rétt áðan. 

 

Þátturinn er í kvöld kl 19:50 á RÚV.