Íslendingar leika sinn annan leik í Toyota Cup hér í Eistlandi í dag gegn liði Hollendinga. Íslendingar léku einmitt við þá Hollendinga fyrir stuttu þar sem liðin skiptu með sér sigrum í leikjunum tveimur á Íslandi. Jón Arnór Stefánsson mun hvíla í kvöld en von er á að hann spili leikinn á morgun eins og kappinn sagði við okkur í viðtali í gær. Þá mun Haukur Helgi Pálsson hvíla einnig en hann heldur til Íslands í dag til að vera viðstaddur brúðkaup föður síns en kemur inn aftur í æfingamótið sem fer fram í Póllandi.
Leikurinn hefst kl 14:00 að íslenskum tíma í Saku Suurhall hér í Tallinn
Liðið gegn Hollandi:
3 · Martin Hermannsson
4 · Axel Kárason
5 · Ragnar Ágúst Nathanaelsson
6 · Jakob Örn Sigurðarson
7 · Sigurður Gunnar Þorsteinsson
8 · Hlynur Bæringsson
10 · Helgi Már Magnússon
13 · Hörður Axel Vilhjálmsson
14 · Logi Gunnarsson
15 · Pavel Ermolinskij
29 · Ægir Þór Steinarsson
88 · Brynjar Þór Björnsson
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Arnar Gudjonsson og Finnur Freyr Stefansson
Sjúkraþjálfari: Bjartmar Birnir
Styrktarþjálfari: Gunnar Einarsson
Dómari: Sigmundur Már Herbertsson