Meistaraflokkur Hauka hélt á mánudaginn til Rómar á Ítalíu til að spila æfingaleiki gegn sterkum háskólaliðum frá Bandaríkjunum.

 

Haukar spila við Marquette skólann í dag kl. 16:00 en þaðan koma leikmenn eins og Dwyane Wade og Jimmy Butler. Með liðinu í dag er t.d. Henry Ellison (nr. 13) sem var í topp 10 allra leikmanna úr miðskóla (high school).

 

Á fimmtudaginn spila Haukar gegn North Dakota, föstudag gegn Stony Brook frá New York og svo á sunnudag mæta þeir hvorki meira né minna en hinum sögufræga Georgetown háskóla.

 

Hægt verður að horfa á leikinn á YouTube rás Marquette í dag.

 

Fylgist einnig með Haukum á Snapchat undir #haukarnation.