„Nú verður gaman að sjá hvernig þessir 12 leikmenn sem valdir voru í hópinn og munu skrifa nýjan kafla í íslenskri körfuboltasögu munu standa sig á EuroBasket,“ sagði Hannes S. Jónsson formaður KKÍ í viðtali við Karfan TV í gær þegar 12 manna hópur Íslands var kynntur til leiks. Í ljósi ríkisstyrksins sem KKÍ hlaut í gær spurðum við Hannes út í málið en í lokin var formaðurinn óvænt truflaður af framsóknarmanni íslenska liðsins en þar var á ferðinni Axel nokkur Kárason og honum leiðist ekki að vera til og ljóst að formanninum líkaði heldur ekki illa þetta uppátæki Axels. 

 

Mynd/ Hannes formaður og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður ásamt Frenkie lukkudýri EuroBasket 2015.