Jón Halldór Eðvaldsson stjórnarmaður hjá KKD Keflavíkur var nú rétt í þessu að staðfesta það að Chu maduabum komi til með að spila með Keflvíkingum á næsta tímabili en Chu þessi var valinn í nýliðavali NBA árið 2011 af Los Angeles Lakers en fór aldrei í Lakers treyju heldur voru "réttindi" hans skipt til Denver Nuggets. Hann fékk svo tækifæri í sumardeild NBA með Denver og skoraði þar einhver 2 stig ásamt því að taka 3 fráköst á leik. "Við vorum að fá undirritaðan samning núna bara rétt áðan þannig að þá er þetta staðfest hjá okkur."  Chu þessi er 207 cm hár og eins og gefur að skilja kemur hann til með að fylla miðherjastöðu þeirra Keflvíkinga. 

 

"Við erum nokkuð þéttir í skotbakvörðum og í þau skipti sem þeir koma til með að klikka þá erum við að stóla á þennan til að taka fráköstinn." sagði Jón Halldór í snörpu viðtali við Karfan.is

 

Fullt nafn kappans er víst Chukwudiebere Maduabum og hefur hann alið körfuknattleik sínum í Eistlandi síðasta tímabilið þar sem hann skoraði um 8 stig á leik og tók 5 fráköst með liðið Tallinna Kalev.