Nú er hálfleikur í fyrri vináttulandsleik Íslands og Hollands en leikurinn stendur yfir í Þorlákshöfn. Ísland leiðir 43-30 í hálfleik.

 

Þeir Hlynur Bæringsson, Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson hafa farið fyrir íslenska stigaskorinu í fyrri hálfleik, Hlynur með 12 stig og 4 fráköst en Haukur og Jón Arnór báðir með 11 stig. Íslenska vörnin hefur verið sterk í fyrri hálfleik og Hollendingar í talsverðu basli.

Mynd/ skuli@karfan.is