Íslenska U16 ára landsliðið tók þátt í B-deild Evrópukeppninnar á dögunum. Mótið fór fram í Sófíu í Búlgaríu þar sem íslenska liðið hafnaði í 18. sæti af 24.
Hákon Örn Hjálmarsson varð annar stigahæstur á mótinu með 17.9 stig í leik, en stigahæstur var norðmaður með 18.7.
Nökkvi Már Nökkvason var annar í þriggja stiga nýtingu með 40.8% nýtingu, en kappinn tók 76 skot og hitti úr 31. Nökkvi Már tók langflest 3ja stiga skot á mótinu. Sá sem var með bestu nýtinguna var með 43.8% eða 7 hitt af 16.
Gabríel Sindri Möller var fjórði í stoðsendingum með 3.9 í leik. Sá sem var hæstur var með 6.9.
Hér má svo sjá samantekt úr lokaviðureign Íslands á mótinu gegn Rúmeníu