Í dag leika strákarnir síðasta leik sinn hér í Eistlandi á Toyota Cup þegar þeir etja kappi við lið Filipseyja.  Lið Filipseyja tók þátt í heimsmeistarakeppninni í Sevilla á Spáni á síðasta ári þar sem þeir náðu að sigra einn leik. Liðið er ekki ýkja hávaxið líkt og okkar lið en þeir skarta einum fyrrum NBA leikmanni Andrey Blatche. Filipseyjaliðið hefur tapað báðum sínum leikjum hingað til, gegn Hollendingum og svo Eistum í gær.

 

 

Andrey þessi spilaði 9 ár í NBA deildinni með misgóðum árangri en hans besta tímabil var 2010-11 þegar hann spilaði með Washington Wizards og var að skora tæplega 17 stig á leik og rífa 8 fráköst. Alls ekki dónalegar tölur úr NBA deildinni.  Síðar spilaði Blatche með liði Brooklyn Nets en er nú á mála hjá liði í Kína. 

 

Blatche er 211 cm hár og skráður 118 kg, en með "sumarfeldinn" sem undirritaður sá í gær má áætla að hann sé eitthvað aðeins þyngri.  

 

Leikurinn hefst kl 14:30 (ÍSL Tím) í dag.

Mynd: Tröllið Blatche fyrir leik gegn Eistum í gær